Flottasta útieldhús landsins

Smartasta útieldhús landsins er að finna á Akureyri.
Smartasta útieldhús landsins er að finna á Akureyri. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir

Smekklega fagurkera er víða að finna og þá líka fyrir norðan, þar sem við rákumst á eitt flottasta útieldhús landsins.

Eldhúsið er á Akureyri, þar sem aldrei rignir og sólin er allt sumarið að sögn Svönu Símonardóttur eiganda eldhússins sem um ræðir – en við náðum tali af Svönu og spurðum hana nánar út í þetta glæsilega eldhús sem hún útbjó ásamt eiginmanni sínum. „Mig langaði til að gera pallinn fallegri og meira í okkar anda. Einnig langaði mig til þess að nýta hann betur en hann er alls ekki stór,“ segir Svana. „Við grillum mikið og þess vegna datt mér í hug að biðja manninn minn að smíða útieldhús þar sem hægt væri að leggja frá sér hluti, græja matinn á og undirbúa matseldina,“ sem hann svo sannarlega gerði og vel það.

„Hvatvísin hefur yfirleitt komið mér langt þegar kemur að því að ráðast í verkefni, en ég fékk hugmyndina á laugardegi og eldhúsið var að mestu klárt á sunnudagskvöldinu. Ég á ótrúlega frábæran mann sem ræðst í slík verkefni af meiri yfirvegun en ég, hann mældi þetta allt út sjálfur og smíðaði eldhúsið. Ég var nokkuð viss um hvernig ég vildi hafa þetta og síðan var bara að vinda sér í verkið. Mig langaði að hafa lektur eða rimla fyrir ofan borðið sem við festum við, þannig að ég gæti hengt alls konar hluti á rimlana  viskastykki, körfu með kryddjurtum, luktir og fleira. Ótrúlega gaman að skreyta útieldhúsið eftir eigin höfði, árstíðum og skapi. Eldstæðið setur líka punktinn yfir i-ið og gerir pallinn líka ennþá meira kósí, en ég spreyjaði það svart með hitaþolnu spreyi,“ segir Svana.

Eldstæðið keypti Svana í Húsasmiðjunni og spreyjaði svart. Stóllinn er …
Eldstæðið keypti Svana í Húsasmiðjunni og spreyjaði svart. Stóllinn er úr Rúmfatalagernum. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir

Svana sér fyrir sér ekta pítsuofn í eldhúsinu sem eldbakar pítsurnar, og hana langar til að fjárfesta í einum slíkum í framtíðinni. „Það er hægt að saga úr efri plötunni fyrir slíkum ofni eða jafnvel fyrir litlu grilli. Einnig er hægt að láta stærri pítsuofna standa ofan á plötunni,“ segir Svana og bætir við: „Það mætti líka saga gat á plötuna fyrir bala með drykkjarföngum og öðrum skemmtilegum hugmyndum sem mann langar að hafa í sliku útieldhúsi. Einnig væri draumur að setja lítinn ísskáp undir plötuna seinna meir og nýta þannig eldhúsið líka sem bar þegar gestir koma í heimsókn. Hugmyndirnar að nýtingu á slíku útieldhúsi eru endalausar,“ segir Svana.

Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir

Hvað þarf að hafa í huga þegar ráðist er í verkefni sem þetta? „Að vera með fúavarið timbur sem þolir að vera úti allan ársins hring, því útieldhúsið er þungt og kannski erfitt að geyma það inni. Nota þarf góða málningu og góðan grunn ef það á að standa úti yfir veturinn. Einnig þarf að passa upp á allar eldvarnir því þetta er jú timbur. Annars er þetta bara nokkuð einfalt og skemmtilegt verkefni sem ég mæli með,“ segir Svana að lokum. Hægt er að sjá fleiri myndir og myndskeið hjá Svönu á Instagram HÉR.

Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir
Liturinn á borðinu heitir S8500-N frá Sérefni og takið eftir …
Liturinn á borðinu heitir S8500-N frá Sérefni og takið eftir pálmatrénu sem fæst í Tekk Company. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir
Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir
Undirstöðurnar að eldhúsinu.
Undirstöðurnar að eldhúsinu. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir
Ríkarð Svavar var ekki lengi að rigga upp einu eldhúsi …
Ríkarð Svavar var ekki lengi að rigga upp einu eldhúsi á pallinn. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert