Ameríska taco-keðjan Taco Bell tilkynnti á dögunum um ný útibú þar sem þægindi viðskiptavina eru eins og mest verður. Þannig verða tvær akreinar, önnur fyrir hefðbundna þjónustu og hin fyrir hraðþjónustu, ætluð þeim sem panta matinn í þar til gerðu appi.
Nú hefur fyrirtækið tekið áætlanir sínar skrefinu lengra og kynnt teikningar að tveggja hæða take-away-stöðum þar sem eldhúsið er á efri hæðinni og á þeirri neðri er sjálfvirk lyfta sem fer með matinn beint að glugga viðskiptavinanna. Þannig verða engin bein mannleg samskipti.
Teikningarnar eru ofursvalar og ljóst að Taco Bell er skrefinu á undan keppinautunum.
Vonandi sjáum við svona útibú hér á landi sem fyrst.