Fólk sem elskar súrar gúrkur hefur verið að koma þeim að í matargerð á mjög áhugaverðan máta síðustu misseri – og nú á pítsu sem hefur sprengt alla skala.
Þessi súrsaða pítsa, sem kallast „Kinda Big Dill“, var uppgötvuð árið 2018 í Minnesota og er sprottin út frá svokölluðu „Minnesota sushi“, sem eru súrsaðar gúrkur vafðar í rjómaost og skinku og skorið í sneiðar. Pítsan aftur á móti inniheldur hvítlauksdillsósu, kanadískt beikon, mozzarellaost, ferskt dill og að sjálfsögðu súrar gúrkur. Þessi samsetning mun sprengja í þér bragðlaukana að sögn heimildarmanna og ilmurinn af henni er sá besti.
Svona býrðu til súrsaða pítsu: