Pítsan sem er að setja allt á hliðina

Pítsa með súrum gúrkum - má bjóða þér!
Pítsa með súrum gúrkum - má bjóða þér! Mbl.is/VIA QCPIZZA.COM

Fólk sem elskar súrar gúrkur hefur verið að koma þeim að í matargerð á mjög áhugaverðan máta síðustu misseri – og nú á pítsu sem hefur sprengt alla skala.

Þessi súrsaða pítsa, sem kallast „Kinda Big Dill“, var uppgötvuð árið 2018 í Minnesota og er sprottin út frá svokölluðu „Minnesota sushi“, sem eru súrsaðar gúrkur vafðar í rjómaost og skinku og skorið í sneiðar. Pítsan aftur á móti inniheldur hvítlauksdillsósu, kanadískt beikon, mozzarellaost, ferskt dill og að sjálfsögðu súrar gúrkur. Þessi samsetning mun sprengja í þér bragðlaukana að sögn heimildarmanna og ilmurinn af henni er sá besti.

Svona býrðu til súrsaða pítsu:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Búðu til þitt eigið deig eða keyptu úti í búð. Passið að deigið sé ekki of þunnt.
  3. Leggðu áleggið á pítsuna í eftirfarandi röð; hvítlauksdillsósa, beikon, súrar gúrkur, mozzarella, annað lag af súrum gúrkum og ferskt dill.
  4. Hitið pítsuna í ofni þar til kantarnir verða gylltir.
  5. Skerið pítsuna í langar ræmur frekar en þríhyrndar sneiðar. Það er öðruvísi stemning og kemur á óvart.
Mbl.is/VIA QCPIZZA.COM
Mbl.is/VIA QCPIZZA.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert