Svona kælir þú vínflösku á 15 mínútum

Það er sáraeinfalt að kæla vínflösku á korteri.
Það er sáraeinfalt að kæla vínflösku á korteri. mbl.is/

Hér er ráð sem er afskaplega gott að kunna þegar þú vilt kæla vínflösku á skömmum tíma.

Það getur tekið óratíma að kæla vínflösku inni í ísskáp, en kona nokkur í Ástralíu sýndi nú á dögunum hvernig hún fer að því að kæla hvítvín á einungis 15 mínútum með afar einföldum hætti. Hún byrjar á því að setja vatn í sæmilega stóra skál. Því næst setur hún ísmola í vatnið ásamt tveimur matskeiðum af salti. Saltið lækkar frostpunktinn í vatninu svo það tekur ísmolana lengri tíma að bráðna og því verður vatnið kaldara fyrir vikið.

Önnur leið til að kæla drykki er að setja frosin vínber í glösin, því vínber eru ekki vatnskennd og fylla ekki glösin af aukavökva er þau þiðna. Eins má bleyta handklæði og vefja utan um flöskuna og setja í frysti – það á að svínvirka.

EInföld og skotheld leið til að kæla vínflösku.
EInföld og skotheld leið til að kæla vínflösku. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert