Tímamótalausn í þvottahúsinu

Mögulega eitt besta hústrix í þvottahúsinu til þessa.
Mögulega eitt besta hústrix í þvottahúsinu til þessa. mbl.is/

Má bjóða ykkur stórkostlega lausn til að þurrka blautan þvott á skjótan hátt í þurrkaranum?

Hér er svokallað „þvotta-hakk“ á ferðinni, sem kennir okkur að þurrka blautan þvott í þurrkaranum, og spara allt að 30% af venjulegum þurrktíma – sem getur komið sér vel þegar tíminn er naumur.

Svona þurrkar þú þvott á methraða

  • Settu blautan þvottinn inn í þurrkarann.
  • Taktu þurrt og hreint handklæði fram og stingdu því með inn í vélina. Settu vélina af stað.
  • Taktu handklæðið úr þurrkaranum eftir 15 mínútur og leyfðu vélinni að halda áfram að þurrka.
  • Þvotturinn mun þurfa mun styttri tíma í vélinni en ella, þar sem þurra handklæðið hjálpar til við að draga í sig rakann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka