Safnar fyrir kökuverslun í Reykjavík

Aurora Pélier Cady er franskur listamaður er kemur að bakstri …
Aurora Pélier Cady er franskur listamaður er kemur að bakstri og handverki á sælkerasætabrauði. mbl.is/Mynd Aurora Pélier Cady

Þegar draumarnir eru stórir, þá eru sumir sem láta þá rætast – til dæmis að opna ekta franska kökuverslun í Reykjavík. Aurore Pélier Cady er franskur sætabrauðskokkur og er búsett hér á landi. Hún stefnir á að opna sætabrauðsverslun á árinu og kallar eftir stuðningi á Karolina Fund í skiptum fyrir veitingar eða námskeið.

Aurore er listamaður út í fingurgóma! Hún stundaði nám hjá hinu heimsþekkta Institut Paul Bocuse í Suður-Frakkalandi og hefur starfað við iðnaðinn í tískuborginni París í meira en áratug, sem og á fínustu veitingastöðum og hótelum á borð við Hotel George V og KL Patisserie. Hér á landi hefur Aurora einnig starfað á flottustu veitingahúsum landsins, t.d. hjá Slippnum í Vestmannaeyjum, Vox á Hilton hótelinu og Michelin veitingastaðnum Dill.

mbl.is/Mynd Aurora Pélier Cady

Ástríða Aurore liggur í sætabrauði á við franskar makrónur, pistasíusúkkulaðiköku, jarðaberja- vanillutertu og sítrónutertu, svo eitthvað sé nefnt. Og segist hún vilja deila franskri matarmenningu með íslensku þjóðinni. Hér er hún sannarlega á heimavelli og gott betur en það, enda vita það flestir sem hafa leyft bragðlaukunum að smakka á því sem hún gerir best. En kökurnar hennar eru ekki einungis bragðgóðar, því þær eru einnig veisla fyrir augað.

mbl.is/Mynd Aurora Pélier Cady

Sætabrauðsverslunin mun heita „Sweet Aurora Reykjavík”, og til að hjálpa versluninni af stað, þá óskar Aurore eftir stuðningi inn á Karolina Fund. Þetta verkefni er í raun jafn ánægjuelegt fyrir okkur sem og Auroru – þar sem hún fær draum sinn uppfylltan og við njótum góðs af með ómótstæðilegu handverki og kræsingum. Þeir sem vilja leggja Auroru lið í skiptum fyrir sælkerakrásir, geta gert það inn á síðunni HÉR.

mbl.is/Mynd Aurora Pélier Cady
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert