Leigir út salerni og eldhús í sama rýminu

Gætir þú hugsað þér þessa vinnuaðstöðu?
Gætir þú hugsað þér þessa vinnuaðstöðu? Mbl.is/Gumtree

Það er óhætt að segja að leigumarkaðurinn sé alls konar. Þar má finna ótrúlegasta húsnæði; allt frá lúxus yfir í salernisrými með vinnuaðstöðu sem vakið hefur athygli.

Þetta umrædda rými má finna í Glasgow, þar sem leigusalinn auglýsir rýmið sem skrifstofu með öllu sem til þarf  og leigist út fyrir fimmtíu pund á viku eða rétt undir níu þúsund krónum. Í lýsingu segir að „eignin“ sé búin salerni með glugga, litlum ísskáp, tekatli, bókum, skrifborði, lampa, stól og kaffi. En í raun er herbergið aukabaðherbergi á heimili leigjandans þar sem öllu ofantöldu er troðið inn í þetta litla rými. Aldrei höfum við séð vinnuaðstöðu svo nálægt klósettdollunni áður, og stórefumst um að þetta sé besta vinnuaðstaðan fyrir nokkurn mann – fyrir utan hreinlætið. Einnig er tekið fram að aðstaðan sé laus alla virka daga á milli átta á morgnana til sex á daginn og hafi sérinngang frá fyrstu hæð í fjölbýli.

Fyrir rétt undir níuþúsund krónur á viku, er hægt að …
Fyrir rétt undir níuþúsund krónur á viku, er hægt að leigja þetta rými - með allt til alls. Mbl.is/Gumtree
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert