Langbesta ostasósan

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við erum að tala um ostasósu sem er svo djúsí og dásamleg að grátið hefur verið yfir henni. Ostasósur eru nefnilega hálfgerð listgrein og þegar vel tekst til er útkoman ógleymanleg.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld.

Njótið vel!

Heit ostasósa

  • 2 jalapeño
  • 1 skallottlaukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 20 g smjör
  • 400 ml matreiðslurjómi
  • 2 msk. maizena-mjöl
  • 100 g rjómaostur
  • 300 g rifinn Cheddar-ostur
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. chilipipar
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • Nachos-flögur

Aðferð:

  1. Saxið jalapeño, skallottlauk og hvítlauk smátt niður og steikið upp úr smjörinu við meðalháan hita þar til mýkist.
  2. Hellið þá matreiðslurjóma og pískið maizena-mjölið saman við og leyfið aðeins að malla.
  3. Bætið þá rjómaosti og Cheddar-osti saman við ásamt kryddum, hrærið þar til þykk ostasósa hefur myndast.
  4. Gott að bera fram með Nachos-flögum og ísköldum bjór.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka