Geggjaður kjúklingaréttur með sriracha mayói

Ljósmynd/Tinna Þorradóttir

Það þarf oft ekki að vera flókið að elda geggjaðan mat. Hér erum við með uppskrift frá Tinnu Þorra sem ætti að vekja almenna kátínu á flestum heimilum.

Kjúklingur með hrísgrjónum og fersku ananas salsa

Uppskrift er fyrir tvo en auðvelt er að stækka hana.

  • 1 kjúklingabringa
  • 1 tsk hreint jógúrt
  • 1/4 tsk papriku krydd
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • smá hunang
  • smá lime safi
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 1/2 dl River Basmati hrísgrjón
  • 200 g ferskur ananas
  • 1/3 paprika
  • 2 msk. rauðlaukur
  • 1 tsk. jalapeno úr dós
  • sterk sósa ég notaði sriracha mayo

Aðferð

  1. Skerið kjúklinginn í munnbita og setjið í skál
  2. Setjið jógúrtið, kryddin, hunang og lime út í skálina og blandið vel saman. Leyfið að marinerast á meðan þið græjið restina.
  3. Skerið ananasinn niður í bita og grillið í smá stund á hvorri hlið (ef þið fýlið ekki heitan ananas þá er alveg hægt að sleppa þessu skrefi en mér finnst það gera salsað ennþá betra)
  4. Skerið svo ananasinn niður í ennþá minni bita og setjið í skál
  5. Skerið paprikuna, rauðlaukinn og jalapenoið smátt og setjið í skálina með ananasnum
  6. Sjóðið River Basmati hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum
  7. Steikið kjúklinginn á pönnu
  8. Raðið á disk – hrísgrjón í botninn, svo kjúklingurinn, ananas salsað ofan á kjúklinginn og svo sterk sósa yfir allt.
Ljósmynd/Tinna Þorradóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert