Megum við dæma matvöru út frá umbúðunum? Í þessu tilviki ætlum við að leyfa okkur að gera það – enda eru umbúðirnar ótrúlega flottar og hugmyndin æðisleg.
Hér um ræðir pasta sem við rákumst á á netinu og kemur frá ítalska Piccantino. Um leið og við sjáum ítalska fánann, þá erum við nokkuð viss um að pastað smakkist eins vel og umbúðirnar gefa til kynna. En þeir hjá Piccantino segjast bjóða upp á sérstæðustu kryddin og kryddjurtirnar á netinu. Hvort sem þú leitast eftir einstökum jurtum eða kryddblöndum, olíum, ediki, chutney, pestói eða grill- sem og chilisósum – þá er Piccantino með þetta allt. Hægt er að skoða síðuna þeirra HÉR og jafnvel láta freistast, því þeir bjóða upp á netsölu.