Sláandi fréttir fyrir marga matgæðinga

Hvað er nesti er vinsælast hjá þér að taka með …
Hvað er nesti er vinsælast hjá þér að taka með í ferðalagið? mbl.is/blog.expressinsurance.com

Niður­stöður úr skoðanna­könn­un hef­ur leitt í ljós slá­andi upp­lýs­ing­ar um mat­væli sem þykja ekki leng­ur „töff“ að taka með und­ir hend­ina í laut­ar­ferðir eða ann­ars­kon­ar brölt út í nátt­úr­una.

Um tvöþúsund manns voru spurð út í hvaða mat­væli þættu vin­sæl­ar og hvaða mat­vör­ur væru á hraðri niður­leið til að pakka með í nest­iskörf­una. Bjór þykir betri en prosecco og sam­lok­um er skipt út fyr­ir tap­as ef marka má niður­stöðurn­ar hér fyr­ir neðan. En við skul­um nú ekki ör­vænta, því könn­un­in var gerð í Bretlandi og endu­spegl­ar ef­laust ekki mat þjóðar­inn­ar hér á landi – en enga síður áhuga­vert að sjá.

Mat­vör­ur sem þykir EKKI svalt að taka með í ferðalagið

  • Sam­lok­ur með sultu
  • Eggja­sam­lok­ur
  • Snakk­poki
  • Gin­ger bjór
  • Pyls­ur
  • Laukt­ert­ur
  • Kart­öflu­sal­at
  • Prosecco
  • Hrásal­at
  • Ch­ar­donnay
  • Pasta sal­at

Mat­vör­ur sem þykja MJÖG sval­ar að taka með í ferðalagið

  • Bjór
  • For-blandaðir áfeng­ir drykk­ir
  • Tap­as
  • Humm­us
  • Græn­met­is snakk
  • Óáfeng­ur bjór
  • Sus­hi
  • Ólíf­ur
  • Prótein stykki
  • Súr­deigs­brauð
  • Skink­ur og reykt­ar pyls­ur
  • Tzatziki
  • Heima­gerð focaccia
  • Babaganoush (ídýfa)

Könn­un­in var fram­kvæmd af White Claw Hard Seltzer (áfeng­ur seltzer), sem leið til að kynna nýja „Hot Spotters“ myllu­merkið sem ger­ir þér kleift að bóka pláss í görðum í London.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert