Sláandi fréttir fyrir marga matgæðinga

Hvað er nesti er vinsælast hjá þér að taka með …
Hvað er nesti er vinsælast hjá þér að taka með í ferðalagið? mbl.is/blog.expressinsurance.com

Niðurstöður úr skoðannakönnun hefur leitt í ljós sláandi upplýsingar um matvæli sem þykja ekki lengur „töff“ að taka með undir hendina í lautarferðir eða annarskonar brölt út í náttúruna.

Um tvöþúsund manns voru spurð út í hvaða matvæli þættu vinsælar og hvaða matvörur væru á hraðri niðurleið til að pakka með í nestiskörfuna. Bjór þykir betri en prosecco og samlokum er skipt út fyrir tapas ef marka má niðurstöðurnar hér fyrir neðan. En við skulum nú ekki örvænta, því könnunin var gerð í Bretlandi og enduspeglar eflaust ekki mat þjóðarinnar hér á landi – en enga síður áhugavert að sjá.

Matvörur sem þykir EKKI svalt að taka með í ferðalagið

  • Samlokur með sultu
  • Eggjasamlokur
  • Snakkpoki
  • Ginger bjór
  • Pylsur
  • Lauktertur
  • Kartöflusalat
  • Prosecco
  • Hrásalat
  • Chardonnay
  • Pasta salat

Matvörur sem þykja MJÖG svalar að taka með í ferðalagið

  • Bjór
  • For-blandaðir áfengir drykkir
  • Tapas
  • Hummus
  • Grænmetis snakk
  • Óáfengur bjór
  • Sushi
  • Ólífur
  • Prótein stykki
  • Súrdeigsbrauð
  • Skinkur og reyktar pylsur
  • Tzatziki
  • Heimagerð focaccia
  • Babaganoush (ídýfa)

Könnunin var framkvæmd af White Claw Hard Seltzer (áfengur seltzer), sem leið til að kynna nýja „Hot Spotters“ myllumerkið sem gerir þér kleift að bóka pláss í görðum í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert