Vinsældir Stroodles sogröranna fara hratt vaxandi hér á landi sem og erlendis, enda eru þau hreint út sagt stórkostleg. Rörin eru gerð úr pasta og vatni og duga svo til að „eilífu“.
Stroodles eru ekki bara enn eitt fyrirtækið sem selur sogrör – því um byltingarkennda lausn er að ræða til að berjast gegn plastúrgangi. Og með þessum stórkostlegu sogrörum, þá þarftu ekki að glíma við neinar málamiðlanir í mat og drykk, því rörin eru ekki að fara bogna né leysast svo auðveldlega upp í bleytu. Haft er eftir vísindamönnun National Geographic, að um 8,3 milljarða plaströra séu að menga hafið okkar þessa stundina – eða óhugnaleg tala sem þarf að breyta.
Fyrir þá sem eru lítt hrifnir af papparörum en vilja setja sitt spor á að vernda umhverfið, þá getum við sagt ykkur að Stroodles eru umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla. Rörin eru einnig bragð- og lyktarlaus og það besta er að þau eru ætileg og vegan. Því skal enginn líða matarskort ef þú átt til pakka af rörum upp í skáp – þú sýður þau bara í potti og býður fjölskyldunni upp á pasta í matinn. Án efa ein mesta snilld sem við höfum heyrt um í langan tíma.
Tími blautra papparöra er því liðinn, með tilkomu Stroodles. Rörin eru sterk og endast í eina klukkustund í köldum drykk – langtum lengur en nokkuð annað papparör. Það er brugghúsið Ölverk sem flytur sogrörin inn, og má skoða nánar HÉR.