Guðdómleg píta með heimagerðri pítusósu

Ljósmynd/Tinna Th.

Það er Tinna Þorradóttir – eða Tinna Th – sem á uppskriftina að þessari girnilegu pítu sem er með heimagerðri sósu. Pítusósa er nefnilega eitt það alheilagasta og því mikill hvalrekið að fá góða pítusósu uppskrift í kaupbæti.

„Ég er mikil áhuga kona um grænmetisfæði og hef prófað mig mikið áfram í þessu seinustu tvö ár. Það sem kom mér mest á óvart var hversu auðvelt það er að gera góðan grænmetisrétt. Ég hef ekki tekið þetta neitt lengra en að hafa allavega grænmetisrétt einu sinni í viku en hver veit hvort að það verði eitthvað meira en það einn daginn,“ segir Tinna.

„Mig langaði að deila með ykkur þessari ofur einföldu uppskrift að pítu. Ég prófaði að krydda hreint soja kjöt með nýja Rótargrænmetiskryddinu frá Pottagöldrum og kom það ótrúlega vel út með heimagerðri vegan pítusósu með Herbs de Provence kryddinu frá Pottagöldrum. Bæði kryddin eru án salts en það er auðvelt að þekkja saltlausu kryddin frá Pottagöldum þar sem þau eru með grænum miða en þau sem innihalda salt eru með gulum miða.“

Grænmetispíta með heimagerðri pítusósu – vegan

  • 3 pítubrauð við borðum 1 og hálfa pítu á mann
  • 280 g hreint soja kjöt ég notaði Oumph! The Chunck
  • 2 msk. Rótargrænmetið frá Pottagöldrum
  • 90 g salat blanda
  • 10 kirsuberja tómatar
  • 1/4 rauðlaukur
  • sriracha sósa –má sleppa

Pítusósa

  • 3 msk. vegan majónes
  • 2 tsk. Herbs de Provence frá Pottagöldrum

Aðferð

  1. Steikið soja kjötið upp úr smá olíu og kryddið með Rótargrænmetis kryddinu frá Pottagöldrum.
  2. Skerið grænmetið eins og þið viljið hafa það og setjið í stóra kál.
  3. Blandið saman majónesi og Herbs de Provence frá Pottagöldrum.
  4. Ég notaði frosin pítubrauð svo ég hitaði þau í smá stund í ofni.
  5. Skerið sojakjötið í munnbitastærðir og setjið út í skálina með grænmetinu.
  6. Setjið pítusósuna út í skálina líka og blandið öllu vel saman.
  7. Ég sker píturnar í tvennt og set blönduna svo inn í – finnst ég koma meiru fyrir þannig og auðveldara að borða pítuna.
  8. Ég toppaði svo pítuna með smá sriracha sósu en það er ekki nauðsynlegt og má alveg sleppa. Mér finnst gott að hafa smá sterkt með pítunni.
  9. Berið fram einar og sér eða með góðum kartöflubátum.
@tinnathorradottir

vegan píta með kryddum frá Pottagöldrum - samstarf 🥙🌱 þú getur fundið alla uppskriftina inná tinnath.is ✨

♬ Sunny Day - Ted Fresco
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert