Það er Tinna Þorradóttir – eða Tinna Th – sem á uppskriftina að þessari girnilegu pítu sem er með heimagerðri sósu. Pítusósa er nefnilega eitt það alheilagasta og því mikill hvalrekið að fá góða pítusósu uppskrift í kaupbæti.
„Ég er mikil áhuga kona um grænmetisfæði og hef prófað mig mikið áfram í þessu seinustu tvö ár. Það sem kom mér mest á óvart var hversu auðvelt það er að gera góðan grænmetisrétt. Ég hef ekki tekið þetta neitt lengra en að hafa allavega grænmetisrétt einu sinni í viku en hver veit hvort að það verði eitthvað meira en það einn daginn,“ segir Tinna.
„Mig langaði að deila með ykkur þessari ofur einföldu uppskrift að pítu. Ég prófaði að krydda hreint soja kjöt með nýja Rótargrænmetiskryddinu frá Pottagöldrum og kom það ótrúlega vel út með heimagerðri vegan pítusósu með Herbs de Provence kryddinu frá Pottagöldrum. Bæði kryddin eru án salts en það er auðvelt að þekkja saltlausu kryddin frá Pottagöldum þar sem þau eru með grænum miða en þau sem innihalda salt eru með gulum miða.“
Grænmetispíta með heimagerðri pítusósu – vegan
Pítusósa
Aðferð
@tinnathorradottir vegan píta með kryddum frá Pottagöldrum - samstarf 🥙🌱 þú getur fundið alla uppskriftina inná tinnath.is ✨
♬ Sunny Day - Ted Fresco