Dökkar buxur og svartir bolir geta auðveldlega misst lit við snúning í þvottavélinni. En með þessu auðvelda húsráði munu flíkurnar haldast í mun lengri tíma.
- Rennið upp rennilásum, en losið um allar tölur.
- Snúið fötunum á rönguna.
- Notið lítið af þvottaefni til að forðast hvítar sápurákir í flíkurnar.
- Setjið ½ bolla af salti inn með fötunum í tromluna til að koma í veg fyrir að liturinn fölni.
- Einfalt en svínvirkar!
Salt er besta trixið fyrir dökkan þvott.
mbl.is/ISTOCK