Veitingastaður opnar aftur eftir 2000 ár

Það er ótrúlegt hversu vel staðurinn hefur varðveist undir öskunni.
Það er ótrúlegt hversu vel staðurinn hefur varðveist undir öskunni. Mbl.is/Luiga Spina_AFP Via Getty

Eft­ir að hafa verið lokað fyr­ir viðskipti í yfir tvöþúsund ár, er veit­ingastaður í hinni fornu borg Pom­peii bú­inn að opna aft­ur með pompi og pragt.

Búið er að grafa upp einskon­ar mat­ar- og drykkjar­stöð úr róm­versk­um rúst­um, þær fín­pússaðar og opnuðu fyr­ir al­menn­ingi í sum­ar – en þessi forni mat­sölustaður var opnaður á ný í ág­úst síðast liðnum. Veit­ingastaður­inn var staðsett­ur á iðandi gatna­mót­um, eða á horni Sil­ver Wedd­ing Street og Alley of Balconies – þá áður en borg­in lagðist und­ir ösku.  

Þegar mat­sölustaður­inn var starf­rækt­ur á fyrri öld­um, var á boðstóln­um svína­kjöt, fisk­ur, snigl­ar og nauta­kjöt. Eins hafa fund­ist leif­ar af muld­um „fava-baun­um“ sem voru notaðar til að breyta bragði víns. Að sögn The Guar­di­an, þá voru það fá­tæk­ari íbú­ar Pom­peii sem voru oft­ar á slík­um veit­inga­stöðum, eða þeir sem höfðu ekki eigið eld­hús á heim­il­um sín­um.

Það sem þykir ein­stak­lega merki­legt er, hversu vel staður­inn hef­ur varðveist í eld­fjalla­ösk­unni. Af­greiðslu­borðið er til að mynda það vel með farið að hægt er að sjá skreyt­ing­arn­ar á ytra byrði þess. Og forn­leifa­fræðing­ar eru stöðugt að gera nýj­ar upp­götv­an­ir um borg­ina fornu, sem er ann­ar mest heim­sótti staður Ítal­íu á eft­ir Co­losse­um.

Mbl.is/​Luiga Spin­a_AFP Via Getty
Mbl.is/​Luiga Spin­a_AFP Via Getty
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert