Veitingastaður opnar aftur eftir 2000 ár

Það er ótrúlegt hversu vel staðurinn hefur varðveist undir öskunni.
Það er ótrúlegt hversu vel staðurinn hefur varðveist undir öskunni. Mbl.is/Luiga Spina_AFP Via Getty

Eftir að hafa verið lokað fyrir viðskipti í yfir tvöþúsund ár, er veitingastaður í hinni fornu borg Pompeii búinn að opna aftur með pompi og pragt.

Búið er að grafa upp einskonar matar- og drykkjarstöð úr rómverskum rústum, þær fínpússaðar og opnuðu fyrir almenningi í sumar – en þessi forni matsölustaður var opnaður á ný í ágúst síðast liðnum. Veitingastaðurinn var staðsettur á iðandi gatnamótum, eða á horni Silver Wedding Street og Alley of Balconies – þá áður en borgin lagðist undir ösku.  

Þegar matsölustaðurinn var starfræktur á fyrri öldum, var á boðstólnum svínakjöt, fiskur, sniglar og nautakjöt. Eins hafa fundist leifar af muldum „fava-baunum“ sem voru notaðar til að breyta bragði víns. Að sögn The Guardian, þá voru það fátækari íbúar Pompeii sem voru oftar á slíkum veitingastöðum, eða þeir sem höfðu ekki eigið eldhús á heimilum sínum.

Það sem þykir einstaklega merkilegt er, hversu vel staðurinn hefur varðveist í eldfjallaöskunni. Afgreiðsluborðið er til að mynda það vel með farið að hægt er að sjá skreytingarnar á ytra byrði þess. Og fornleifafræðingar eru stöðugt að gera nýjar uppgötvanir um borgina fornu, sem er annar mest heimsótti staður Ítalíu á eftir Colosseum.

Mbl.is/Luiga Spina_AFP Via Getty
Mbl.is/Luiga Spina_AFP Via Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert