Vanillu ástarpungar með karamellusósu

Það eru komnir ástarpungar á borðið með geggjaðri sósu.
Það eru komnir ástarpungar á borðið með geggjaðri sósu. Mbl.is/Snorri Guðmundsson

Upp­skrift sem mun kæta mann­skap­inn þegar byrj­ar að kólna og rökkva á þess­um síðsum­ar­dög­um. Vanillu ástarpung­ar með viskí kara­mellusósu í boði Snorra Guðmunds hjá Mat­ur og mynd­ir, sem mæl­ir heils­hug­ar með upp­skrift­inni.

„Ástarpung­ar eru al­gjör klass­ík sem við þekkj­um öll og elsk­um. Það tek­ur enga stund að henda í deigið og þeir eru af­skap­lega ein­fald­ir í steik­ingu. Ég mæli samt sterk­lega með því að nota olíu og syk­ur hita­mæli eins og þenn­an hér við þessa upp­skrift og þá sér­stak­lega kara­mellusós­una (sem er ruglað góð)“, seg­ir Snorri.

Vanillu ástarpungar með karamellusósu

Vista Prenta

Vanillu ástarpung­ar með viskí kara­mellusósu

  • Ástarpung­ar - 18-20 stk
  • Hveiti, 300 g
  • Lyfti­duft, 0,5 tsk
  • Syk­ur, 30 g
  • Salt, 1/​4 tsk
  • Vanillu­stöng, 1 stk
  • Egg, 2 stk
  • AB-mjólk, 250 g
  • Smjör ósaltað, 30 g
  • Hitaþolin olía til djúp­steik­ing­ar, 800 ml
  • Syk­ur + smá kanill til að velta upp úr.

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og látið kólna aðeins. Fræhreinsið vanillu­stöng. Pískið sam­an smjör, egg, AB-mjólk og vanillu­fræ.
  2. Pískið sam­an hveiti, lyfti­duft, syk­ur og salt í stórri skál. Blandið því næst blaut­blönd­unni sam­an við þurr­blönd­una og hrærið þar til allt hef­ur sam­lag­ast. Deigið verður klístrað og nokkuð þykkt.
  3. Hitið 800 ml af olíu upp í 180°C í potti. Notið ís­skeið (þess­ar sem maður klemm­ir hand­föng­in sam­an til að mynda kúl­ur) eða 2 skeiðar til þess að mynda pung­ana og setja var­lega út í heita ol­í­una. Gott er að dífa skeiðunum í olíu inn á milli svo deigið fest­ist ekki við þær. Steikið í 3.5-4 mín eða þar til pung­arn­ir eru fal­lega brún­ir og eldaðir í gegn.
  4. Færið ástarpung­ana á vír­grind til að kólna aðeins og veltið svo upp úr kanil­sykr­in­um á meðan þeir eru enn heit­ir.

Viskí kara­mellusósa

  • Syk­ur, 200 g
  • Rjómi, 120 ml
  • Vanillu­stöng, 1 stk
  • Smjör ósaltað, 90 g
  • Viskí, 30 ml / Ég notaði Makers Mark
  • Flögu­salt, 0,5 tsk

Aðferð:

  1. Fræhreinsið vanillu­stöng­ina og hrærið fræj­un­um sam­an við rjómann.
  2. Setjið syk­ur í lít­inn pott ásamt 60 ml af vatni. Hellið vatn­inu var­lega yfir syk­ur­inn svo eng­inn syk­ur skvett­ist upp í kant­ana á pott­in­um því það get­ur valdið því að syk­ur­inn krist­all­ist og skemm­ist þegar hann fer að sjóða.
  3. Stillið á miðlungs­hita og látið bubbla án þess að hræra í sykr­in­um þar til syk­ur­inn verður að kara­melllu, þetta get­ur tekið nokkr­ar mín­út­ur en alls ekki fara frá pott­in­um því hlut­urn­ir geta gerst hratt og skyndi­lega. Hægt og ró­lega ætti lit­ur­inn á sykr­in­um að verða ljós­brúnn og dökkna svo í fram­hald­inu. Þetta byrj­ar að ger­ast við 160°C.
  4. Takið pott­inn af hit­an­um þegar lit­ur­inn er far­inn að minna á hlyns­íróp en áður en hit­inn nær 180°C. Hafið þá hraðar hend­ur.
  5. Hellið rjóm­an­um hægt og ró­lega sam­an við kara­mell­una og pískið vel á meðan svo hann sam­lag­ist kara­mell­unni. Kara­mell­an mun bubbla kröft­ug­lega og hleypa frá sér gufu þegar rjóm­an­um er bætt við. Farið því var­lega!
  6. Pískið smjörið næst sam­an við kara­mell­una og að lok­um viskí og flögu­salt.
  7. Færið kara­mell­una í skál eða krukku og látið kólna til fulls. Kara­mell­an mun þykkna tölu­vert þegar hún kóln­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert