Nýtt borðstofuljós sem fagurkerar elska

Splúnkunýtt borðstofuljós frá Mernøe - og þykir afskaplega fagurt.
Splúnkunýtt borðstofuljós frá Mernøe - og þykir afskaplega fagurt. Mbl.is/ Mernøe

Splúnkunýtt hönnunarfyrirtæki – og splúnkunýtt ljós sem hefur vakið mikla athygli fagurkera í Skandinavíu og víðar ef því er að skipta.

Mernøe er fjölskyldufyrirtæki sem samanstendur af hönnuðinum og verkfræðingnum Morten Mernøe, ásamt sonum hans tveim, Ulrik og Jakob Mernøe. Það var á hönnunarhátíðinni 3daysofdesign í Kaupmannahöfn sem fyrirtækið kynnti nýja borðstofuljósið til leiks. En ljósið var uppspretta af persónulegri þörf, þar sem Morten sóttist eftir lýsingu sem myndi svipa til kertaljóss – þó með það mikilli birtu að hægt væri að lesa við ljósið.

Mbl.is/ Mernøe
Sýningarsal Mernøe, má finna á Kronprinsessegade í Kaupmannahöfn.
Sýningarsal Mernøe, má finna á Kronprinsessegade í Kaupmannahöfn. Mbl.is/ Mernøe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert