Formenn stjórnmálaflokka halda áfram að bjóða upp á girnilegar uppskriftir sem endurspegla hugmyndafræði þeirra og hér er það Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem býður upp á skandinavískt smørrebrauð sem endurspeglar þau markmið flokksins að stíga stór skref í átt að alvöru norrænu velferðarsamfélagi.
„Samfylkingin vill taka stór skref í átt að alvöru norrænu velferðarsamfélagi. Svo það liggur beint við að bjóða upp á skandinavískt smørrebrauð, en þó með lágu kolefnisspori þar sem við leggjum áherslu á alvöruaðgerðir í loftslagsmálum.“
Uppskriftir formannanna eru hluti af Kjóstu rétt hjá Heimkaup sem er með því skemmtilegra sem sést hefur lengi.
Dönsk rúgbrauðsveisla
Hráefni
- Dönsk rúgbrauðssneið
- klassískt remúlaði
- djúpsteikt rauðsprettuflak
- laxarós (enda er rósin alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna)
- fersk steinselja
- íslenskt sjávarsalt
Aðferð
- Smyrjið rúgbrauðið með remúlaði
- Setjið djúpsteikt rauðsprettuflak og laxarós ofan á (enda er rósin alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna)
- Aðeins meira remúlaði ofan á því þetta þarf nú að standa með þér út daginn
- Skreytt með ferskri steinselju og íslensku sjávarsalti.
Súrdeigsveisla
Hráefni
- Súrdeigsbrauðsneið
- ½ bolli majónes
- heilkorna dijonsinnep
- 1 tsk saxað kapers
- dill
- dass af rauðvínsediki
- dass af eldpiparsósu
- 1 kartafla
- radísur
- pikklaður rauðlaukur
- steiktur laukur
Aðferð
- Súrdeigsbrauðsneið steikt upp úr smá smjöri
- Gerið sósu úr ½ bolla af majónesi, 1 tsk af heilkorna dijonsinnepi, 1 tsk af söxuðum kapers, 1 tsk af dilli, dassi af rauðvínsediki og dassi af eldpiparsósu svo það sé smá bit í þessu. Setjið sósuna á brauðið
- Því næst koma soðnar kartöflusneiðar
- Þá þunnt skornar radísusneiðar
- Svo vel af pikkluðum rauðlauk ofan á og steiktan lauk til að toppa þetta.
- Skreytt með dilli
Skolið niður með einum hrímköldum Birting Saison frá Austri brugghúsi – sem er ljósrafrauður íslenskur eðalbjór sem tekur allt það besta úr belgískri bjórhefð.
Njótið!