Fljótlegasta Mexíkósúpa allra tíma

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Vinsælasti kvöldverður á landinu er hin margrómaða Mexíkósúpa og hér erum við með uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem klikkar ekki.

Mexíkósúpa á kortéri

Fyrir 4-6

Súpa uppskrift

  • 2 pakkar Meksikansk Tomatsuppe frá Toro
  • Um 500 g grillað kjúklingalærakjöt
  • 1 rauð paprika
  • 1/3 blaðlaukur
  • 1.300 ml vatn
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 200 g rjómaostur
  • ólífuolía til steikingar
  • salt, pipar, hvítlauksduft
  1. Skerið papriku og lauk. Steikið upp úr ólífuolíu við meðalhita þar til grænmetið mýkist, kryddið eftir smekk.
  2. Hellið þá vatni og matreiðslurjóma í pottinn og hrærið súpuduftinu saman við. Náið upp hitanum og lækkið síðan vel niður og blandið rjómaostinum saman við. Leyfið að malla stutta stund og hrærið reglulega í súpunni á meðan.
  3. Skerið að lokum niður tilbúið kjúklingakjötið, setjið í pottinn og leyfið því að hitna í gegn.
  4. Toppið með neðangreindu eftir smekk.

Toppur ofan á súpu

  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur
  • Muldar nachosflögur
  • Kóríander

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert