Dýrasta avókadó beygla heims til sölu

Mbl.is/Tim Bengal

Dýrasta avókadó beigla heims leyfum við okkur að fullyrða, að verðmæti 2,5 milljón evra og úr ekta gulli – var sýnd á listaviku í Berlín nú á dögunum. Rétt áður en hún leggur leið sína tl Miami þar sem hún mun sýna sig og sjá aðra.

Það var fyrir tveimur árum sem listamaðurinn Tim Bengel kom íbúum Berlínar á óvart með innsetningu á listaviku þar í borg. Hann kallaði verkið „Flower Skull Cemetery“ þar sem hann lagði 100 legsteina á opið svæði, skammt frá þar sem Berlínarmúrnn stóð á sínum tíma. Legsteinarnir voru með gylltri greftun og umkringdir þúsundir blóma. Þegar verkið var litið augum ofan frá, þá mátti sjá blómaskreytingarnar mynda rauða hauskúpu og bein.

Listahátíðin í Berlín hófst 15. september sl., og Bengel frumsýndi þar nýjasta verk sitt. Sem er örlítið minna í sniðum en grafreiturinn, en með þónokkuð hærri verðmiða. Bengel sagði í samtali að fólk væri með allt of mikið af áhyggjum í lífinu, líka af hlutum sem skipta engu máli. En nýjasta verk hans kallast „Who Wants to Live Forever?“.

Glæsilegasta beigla heims!
Glæsilegasta beigla heims! Mbl.is/Tim Bengal

Hér tekur Bengel alvöru graskersbeiglu, fimm tómatsneiðar, fimm laukhringi, fimm avókadó sneiðar og tíu rucola lauf. Hann skannaði og gerði þríviddarmót af beiglunni og dýfði síðan herlegheitunum í fljótandi gull að verðmæti 45 milljónir íslenskra króna.

„Í þúsundir ára hefur fólk kennt gulli merkingu, hvort sem um ræðir tár guðanna hjá Azteka, eða sem uppspretta eilífs auðs, eins og með Midas konungi í Grikklandi til forna. Auðvitað hefur gull og sérstaklega námuvinnsla þess töluverða ókosti, og það eru hliðstæður við avókadó, „græna gullið“ í nútíma iðnaði. Til að fanga menningarlega þýðingu avókadósins var ekkert efni meira viðeigandi en gull“, segir Bengal í fréttatilkynningu.

Höggmyndinni er ætlað að vekja athygli á nútíma okkar, þá hraðanum, samfélagsmiðlum, líkamsræktarþróun, eyðileggingar í umhverfinu, grænnar byltingar og stöðugrar sjálfshagræðingar svo eitthvað sé nefnt. Bengel vill meina að við lifum á mest spennandi tímum sem til eru, og ættum að vera meðvituð um það. Höggmyndin „Hver ​​vill lifa að eilífu?“ verður fáanleg til sölu í gegnum Galerie Rother á verði sem ekki margir hafa ráð á – svo það verður spennandi að fylgjast með hvort einhver festi kaup á verkinu.  

Mbl.is/Steffen Jahn
Listaverkið sem Tim Bengal gerði fyrir tveimur árum með legsteinum …
Listaverkið sem Tim Bengal gerði fyrir tveimur árum með legsteinum og blómum. Mbl.is/Tim Bengal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert