Stökkar „Street Food“ núðlur með kjúkling og beikoni

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Svokallaður „götubiti” nýtur mikilla vinsælda hér á landi um þessar mundir en helstu eiginleikar góðs götubita er mikið bragð og auðveld eldamennska. Hér er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem galdrar fram geggjaðar núðlur sem hún ber fram með beikoni og dýrðlegri majónessósu. Hér þarf ekki meira til enda fullkomin máltíð sem tikkar í öll box.

Stökkar „Street Food“ núðlur

Fyrir 4-6 manns

Núðlur

  • 300 g medium eggjanúðlur
  • 6 sneiðar beikon
  • Um 500 g kjúklingalærakjöt
  • 5 vorlaukar (+ meira til að setja ofan á)
  • 3 hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • 1 msk. sesamolía
  • 2 msk. soyasósa
  • Salt, pipar, hvítlauksduft, paprikuduft

Toppur

  • Sesamfræ
  • Jalapeno niðurskorið eftir smekk
  • Hellmann‘s Garlic & Jalapeno Street Food sósa

Aðferð:

  1. Sjóðið núðlurnar í 4 mínútur, hellið vökvanum af og geymið til hliðar.

  2. Steikið beikon á pönnu og þerrið á pappír og geymið, skerið niður kjúklingakjötið og steikið á sömu pönnu án þess að þrífa hana á milli, bætið við smá ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar, hvítlauksdufti og paprikudufti.

  3. Takið nú kjúklingakjötið til hliðar, bætið smá ólífuolíu á pönnuna og steikið vorlauk og rífið hvítlauksrifin á pönnuna. Steikið stutta stund og bætið þá núðlum, kjúkling og söxuðu beikoni aftur á pönnuna

  4. Steikið við meðal háan hita í nokkrar mínútur eða þar til núðlurnar fara aðeins að gyllast. Bætið sesamolíu og soya sósu saman við og veltið reglulega til þess að núðlurnar festist ekki við pönnuna.

  5. Njótið með vel af Garlic & Jalapeno Street Food sósu, meiri vorlauk og sesamfræjum.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert