Drake hefur gengið til liðs við stórleikarann Samuel L. Jackson sem einn af stærstu fjárfestum í fyrirtækinu „Dave´s Hot Chicken“. Veitingastaðurinn var stofnaður árið 2017 og sérhæfir sig m.a. í kjúklingavængjum og lundum sem finnast með sjö mismunandi sósum, hver annari sterkari.
Veitingastaðinn má finna á 22 stöðum víðsvegar um Kaliforníu, Las Vegast, Dallas, Chicago og Portland – en von er að ná yfir 500 stöðum á komandi misserum. Drake segir í viðtali að hann hafi heillast af veitingastaðnum og eftir að hafa hitt stofnendur og heyrt söguna þeirra, þá hafi hann stokkið til og viljað fjárfesta.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Drake heillast af matvælaiðnaðinum. Því í maí síðast liðnum, fjárfesti hann í vörumerkinu Daring Foods og ef við horfum aftur til ársins 2015, þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað í Toronto er kallast Fring´s. En þar tók hann höndum saman við hinn margrómaða matreiðslumann Susur Lee, sem var í úrslitum matreiðsluþáttanna „Top Chef Masters“. Eins hefur rapparinn verið í samstarfi við Whole Foods þar sem hann gaf út sinn eiginn matcha drykk á flösku.