Íslenska salthafmeyjan vinsælt húðflúr

Hin undurfagra hafmeyja sem prýðir umbúðir Norðursalts virðist eiga marga aðdáendur ef marka má myndir af húðflúrum sem hún prýðir.

Norðursalt deildi á dögunum mynd sem þeim barst af hafmeyjunni Öldu og hafa fleiri fylgt í kjölfarið. Engan skyldi svo sem undra því um einkar fallega teikningu er að ræða en umbúðir Norðursalts þykja einstaklega vel heppnaðar og hafa meðal annars unnið til hinna virtu Red Dot hönnunarverðlauna.

Norðursalt er framleitt á Reykhólum með því að nota aldagamla náttúrulega aðferð þar sem jarðvarmi er nýttur við framleiðslu á hágæða saltflögum. Norðursalt hefur átt mikilli velgengni að fagna hér á landi sem og erlendis enda þykir það í algjörum sérflokki hvað varðar vinnslu og bragðgæði og nú getur fyrirtækið bætt enn einni skrautfjöðrinni í hattinn góða.

 .



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert