Stórfréttir fyrir Skittles aðdáendur

Sælgætið sem smakkast eins og regnboginn.
Sælgætið sem smakkast eins og regnboginn. Mbl.is/Getty

Eft­ir átta ára sam­búð, hef­ur Skitt­les tekið bragðteg­und­ina „græn epli“ úr regn­bog­ann.

Bragðteg­und­in „græn epli“ var sett fyrst á markað árið 2013, er fram­leiðand­inn skipti út sítrusávöxt­in­um lime fyr­ir epl­in. Nú átta árum seinna hef­ur Skitt­les skipt aft­ur yfir í gamla farið og sett lime í pakkn­ing­arn­ar, eða rétt eins og þeir kynntu Skitt­les fyrst til leiks árið 1979 með bragðteg­und­un­um sítr­ónu, app­el­sínu, lime, jarðaber og vín­ber. Og eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu, þá er lime komið til að vera – og mun full­komna regn­bog­ann. Það munu ekki vera nein­ar aðrar breyt­ing­ar á í framtíðinni, að sögn tals­manna Skitt­les, sem lofa að hér sé ekk­ert verið að fara snúa við aft­ur.

Grænu epl­in voru þó ekki óvin­sæl­asta bragðið af þeim öll­um, því árið 2019 var gerð könn­un sem leiddi í ljós að gul­ur væri óvin­sæl­asti lit­ur­inn. En sitt sýn­ist hverj­um!  

Mbl.is/​MARS INC
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert