Í sykursætri verslun í Helsingborg er dýrindis súkkulaði framleitt – allt handunnið og af mikilli ást.
Hér kynnum við Chocolatte – súkkulaðiframleiðanda frá nágrönnum okkar í Svíþjóð. Verslun þeirra býður upp á pralínur, toffí, yfirburða fallegt handverkssúkkulaði og einstakt kaffi til að njóta með. Og þess má geta að pralínurnar þeirra hafa unnið til verðlauna oftar en einu sinni, eða „International Chocolate Awards“, síðustu fimm árin.
Hjá Chocolatte er hægt að koma í sérstakt súkkulaðismakk, skoða framleiðsluna og bragða á öllum kræsingunum í leiðinni. Nokkuð sem súkkulaðiunnendur sem eiga leið um sænskar grundir mega alls ekki láta framhjá sér fara. Súkkulaðið er fullkomið í gjafir, en Chocolatte býður til dæmis upp á míníútgáfu af hringlaga kökudiskum á tveimur hæðum, sem koma í litlum pakkningum og gleðja hvern þann sem fær slíkt að gjöf – en það voru litlu diskarnir sem fönguðu athygli okkar fyrst hjá Chocolatte. Hægt er að skoða nánar á heimasíðunni HÉR og láta freistast.