Við fögnum nýju súkkulaði

Tvær nýjungar frá Cadbury!
Tvær nýjungar frá Cadbury! mbl.is/Cadbury

Cadbury kynnti nú á dögunum ekki bara eitt, heldur tvö ný súkkulaði sem eru 100% lífræn.

Það eru sífellt fleiri sem kjósa kjötlausan lífsstíl, og hafa vegan samtökin í Bretlandi áætlað að um 13 milljónir Breta verði hættar að neyta kjöts undir lok þessa árs. Það gefur því augaleið að stórfyrirtæki breyti áherslum sínum og bjóði nú upp á sömu vörur með breyttu sniði.

Súkkulaðiframleiðandinn Cadbury, er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur tekið af skarið með tveimur nýjum bragðtegundum – annars vegar hreint súkkulaði og hins vegar með söltuðum karamellubitum. En þróunin að nýja súkkulaðinu kom til eftir könnun sem benti til þess að næstum fjórðungur veganista saknaði Cadbury-súkkulaðisins meira en nokkurs annars súkkulaðis. Það er því sannarlega hægt að hlakka til í nóvember þegar súkkulaðið verður sett á markað í fyrsta sinn.  

mbl.is/PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka