Við fögnum nýju súkkulaði

Tvær nýjungar frá Cadbury!
Tvær nýjungar frá Cadbury! mbl.is/Cadbury

Ca­dbury kynnti nú á dög­un­um ekki bara eitt, held­ur tvö ný súkkulaði sem eru 100% líf­ræn.

Það eru sí­fellt fleiri sem kjósa kjöt­laus­an lífs­stíl, og hafa veg­an sam­tök­in í Bretlandi áætlað að um 13 millj­ón­ir Breta verði hætt­ar að neyta kjöts und­ir lok þessa árs. Það gef­ur því auga­leið að stór­fyr­ir­tæki breyti áhersl­um sín­um og bjóði nú upp á sömu vör­ur með breyttu sniði.

Súkkulaðifram­leiðand­inn Ca­dbury, er ein­mitt eitt af þeim fyr­ir­tækj­um sem hef­ur tekið af skarið með tveim­ur nýj­um bragðteg­und­um – ann­ars veg­ar hreint súkkulaði og hins veg­ar með söltuðum kara­mellu­bit­um. En þró­un­in að nýja súkkulaðinu kom til eft­ir könn­un sem benti til þess að næst­um fjórðung­ur veg­an­ista saknaði Ca­dbury-súkkulaðis­ins meira en nokk­urs ann­ars súkkulaðis. Það er því sann­ar­lega hægt að hlakka til í nóv­em­ber þegar súkkulaðið verður sett á markað í fyrsta sinn.  

mbl.is/​PA
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert