Það er vel við hæfi að fá matgæðinginn Sindra Snæ Jensson til að setja saman vikuseðilinn – en Sindri er einn af eigendum Yuzu, Flatey pizza, Húrra og nú einnig Auto.
„Ég borða óneitanlega mikið á veitingastöðum og ég innbyrði sennilega meira af pítsum og hamborgurum en meðalmaðurinn. Þar að auki bý ég í miðbænum og stutt að sækja alla bestu veitingastaði borgarinnar. Í hádeginu reyni ég að borða fisk eins og oft og kostur er á,“ segir Sindri í samtali.
Það er mikið um að vera hjá Sindra þessa dagana, en nýverið var opnaður næturklúbburinn Auto í Lækjargötu þar sem öllu var tjaldað til að sögn Sindra – og árangurinn hefur verið eftir því. „Það styttist líka í jólin hjá Húrra og allt orðið fullt af nýjum fallegum vörum. Við vorum að fá afhenta þriðju hæðina á versluninni okkar þar sem við verðum með skrifstofu og ljósmyndastúdíó og Húrra Reykjavík því orðið sannkallað tískuhús,“ segir Sindri.
Nýlega fékk Yuzu útnefninguna besti hamborgari í Reykjavík frá Grapevine og nýverið var staðurinn opnaður í mathöllinni Borg29, við góðar undirtektir. „Næst á dagskrá hjá Yuzu er að opna í glæsilegri mathöll í Hveragerði, mjög spennandi, sérstaklega í ljósi þess sem hefur verið í gangi á Selfossi. Í sumar opnuðum við Flatey í Gamla Mjólkurbúinu á Selfossi við frábærar móttökur og Suðurlandið greinilega mjög móttækilegt fyrir nýjum veitingastöðum,“ segir Sindri og bætir við að lokum: „Þrátt fyrir að það sé nóg að gera reyni ég að spila eins mikið golf og ég kem að og fram undan er ferð með 11 strákum á PGA Catalunya rétt fyrir utan Barcelona núna í október.“
Mánudagur:
Þriðjudagur:
Miðvikudagur:
Fimmtudagur:
Föstudagur:
Laugardagur:
Sunnudagur: