Hér erum við með eina sorglegustu frétt síðari ára en Elísabetu Bretlandsdrottningu hefur verið skipað að hætta allri áfengisneyslu.
Drottningin fær sér venjulega einn martini á kvöldin en læknar hafa ráðlagt henni að sleppa því nema við hátíðleg tilefni. Engum sögum fer af því hvort drottningin megi enn fá sér hádegisdrykkinn sinn en það verður að teljast fremur glatað að þurfa að setja tappann í 95 ára.
Heimild: Vanity Fair