Munið er við nýverið sögðum frá nýjum veitingastað saltkóngsins, Salt Bea, í London – þar sem verðlagið er upp úr öllu valdi? En nú sjokkarar saltkóngurinn enn og aftur!
Veitingastaðurinn Nusr-Et Steakhouse, í eigu tyrkneska slátrarans Nusrets Gokce, rataði víða í fréttir og samfélagsmiðlar loguðu er fólk deildi kvittunum með himinháu verðlagi staðarins. En svo virðist sem staðurinn haldi áfram að sjokkera – því samkvæmt „My London News“ eru allar gagnrýnisraddir um staðinn horfnar. Allar neikvæðar umsagnir sem staðurinn hefur hlotið virðast hafa þurrkast út af óskiljanlegum ástæðum.
Á Google má til dæmis einungis finna 35 ummæli um staðinn og öll á jákvæðu nótunum, þar sem einn lofar staðinn sem besta steikarstað í heimi. Á Facebook fær staðurinn 4,8 stjörnur, og það eingöngu með jákvæðum ummælum. Greint er frá því hjá „My London News“ að haft hafi verið samband við veitingastaðinn sem hafi ekki til þessa svarað fyrir sig.