Iceland selur ostabakka í baðið

Gæðastund í baði með osta og rautt í glasi.
Gæðastund í baði með osta og rautt í glasi. mbl.is/PA

Það er fátt meira kósí en gæðastund í baði og jafnvel eitt rauðvínsglas með. En þegar við bætum ostabakkanum við, þá erum við ekki alveg eins sannfærð eða hvað?

Stórmarkaðsrisinn Iceland í Bretlandi, kynnti nýtt ostabretti  nú á dögunum sem er sérhannað til að taka með sér í bað. Því geta áhugasamir notið þess að borða osta á meðan þeir liggja naktir í bleyti. Og þegar við segjum þetta upphátt þá hljómar þetta eitthvað undarlega – en þar er Iceland ekki sammála.

Rannsóknarteymi Iceland‘s hefur komist að því að baðkarið sé fullkominn staður til að prófa nýja osta. Því gufan frá heitu vatninu færir ostinn fljótt að stofuhita, sem er nauðsynlegt til að losa fitu og gefur ostinum betri áferð og bragð. Þeir komust einnig að því að 15% fólks hefur viðurkennt að borða osta í baði, svo ef þú ert í þeim hópi, þá gæti þetta verið vara fyrir þig. Bakkinn kostar litlar 1.700 krónur og er eingöngu fáanlegur á heimasíðunni HÉR.

mbl.is/PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert