Ný macros-samloka í Lemon

Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir
Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir Ljósmynda/Helga Laufey Guðmundsdóttir

Nú býður Lemon upp á nýja macros-sam­loku sem þróuð var í sam­starfi við Inga Torfa Sverris­son og Lindu Rakel Jóns­dótt­ur, eig­end­ur ITS Macros. Sam­lok­an heit­ir Spicy Macros og inni­held­ur kjúk­ling, spínat, papriku og jalapenosósu.

Hug­mynda­fræði macros er að vigta og skrá niður allt sem að borðað er yfir dag­inn og unnið er með ákveðin grömm af nær­ing­ar­efn­um, kol­vetni, pró­tíni og fitu á dag.

„Við höf­um verið að halda nám­skeið und­an­far­in ár með það að mark­miði að bæta heilsu og líðan lands­manna með macros-hug­mynda­fræðinni, sem er í raun eins og bók­hald. Af hverju ekki að skrá niður það sem maður borðar al­veg eins og maður skrá­ir og held­ur utan um pen­inga­mál­in! Það hafa verið for­rétt­indi að taka þátt í þessu verk­efni með Lemon. Við leggj­um mikla áherslu á að vinna með gott hrá­efni og bjóða upp á holla vöru. Starfs­fólk Lemon deildi al­veg sömu hug­sjón og við og var vöruþró­un­in ein­stak­lega ánægju­legt ferli. Við von­um að viðskipta­vin­ir Lemon kunni vel að meta nýju Spicy Macro-sam­lok­una enda holl­ur og góður val­kost­ur fyr­ir fólk á ferðinni,“ seg­ir Ingi Torfi Sverris­son hjá ITS Macros.

„Við hjá Lemon leggj­um áherslu á að mæta ólík­um þörf­um okk­ar viðskipta­vina með bragðgóðum og holl­um sam­lok­um og djús­um. Við sjá­um að sí­fellt fleiri af okk­ar viðskipta­vin­um aðhyll­ast macro-hug­mynda­fræðina og því var okk­ur bæði ljúft og skylt að mæta þeim þörf­um. Það var ein­stak­lega ánægju­legt að fá Inga Torfa og Lindu Rakel til sam­starfs við þró­un­ina á Spicy Macros-sam­lok­unni enda okk­ur mik­il­vægt að hún væri fyrsta flokks og stút­full af ís­lensku hrá­efni. Við hvetj­um alla til að prófa sam­lok­una og lof­um að taka vel á móti þér,“ seg­ir Unn­ur Guðríður Indriðadótt­ir, markaðsstjóri Lemon.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert