Þrjú leyndarmál McDonald's

Bílalúgan á McDonald’s er ekki öll sem hún sýnist.
Bílalúgan á McDonald’s er ekki öll sem hún sýnist. mbl.is/Getty Images

Það er ýmislegt sem við vitum ekki um skyndibitakeðjuna McDonald's – en starfsmaður þar hefur ljóstrað upp þremur „leyndarmálum“ sem almenningur er kannski ekki með á hreinu.

Starfsmaður í bílalúgu McDonald’s setti inn þrjár staðreyndir um veitingastaðinn á samfélagsmiðilinn TikTok. Hér upplýsir hann að þegar þú kemur í bílalúguna til að panta þér mat, þá er tekin mynd af þér til að starfsfólkið geti tengt pöntunina þína saman við þig þegar kemur að því að borga og afhenda matinn. Það er þó ekki tekin nærmynd af ökumanninum, heldur meira af bílnum sjálfum sem sýnir þó glögglega ökumanninn – því skaltu fara gætilega í að bora í nefið eða álíka, því þú ert í mynd!

Önnur staðreyndin er sú að þó starfsmaðurinn sé búinn að slökkva á hátalaranum hjá sér, þá er ennþá kveikt á honum. Því heyrist allt sem þú talar um inn til starfsmannanna, ef þú ert með rúðuna skrúfaða niður. Og í þriðja lagi er til uppskriftabók á útvöldum stöðum McDonald's. Bókin kallast „The Supper Club Recipe Book: Cuisine for a Cause“, og rennur ágóði af bókunum til góðgerðarsjóðsins Ronald McDonald House.

Mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert