„Nýjir öfgar fyrir gæðum“, segir Hollywoodleikarinn og sjarmörinn Brad Pitt um nýtt kampavín sem hann sendir frá sér.
Brad Pitt kynnti á dögunum nýja átöppun á Champagne Fleur de Miraval, en framleiðslan er sú fyrsta síðan Angelina Jolie seldi sinn hlut í víngerðabransanum til drykkjarvörurisans Tenute del Mondo í síðasta mánuði. Hið nýja kampavín er bleikt og verður fyrst um sinn tappað á 22 þúsund flöskur, en flaskan kostar um 50 þúsund krónur íslenskar. Við hér á matarvefnum viðurkennum fúslega að það væri ofsalega gaman að fá að poppa einum tappa úr flösku og fá að smakka.