Svona er best að geyma góða hnífa

Það er ekki sama hvernig við geymum fínu hnífana okkar.
Það er ekki sama hvernig við geymum fínu hnífana okkar. mbl.is/lexingtoncompany.com

Hvernig er best að geyma hnífana okkar? Við viljum að þeir endist ævina út, eða svo gott sem – því góður hnífur er ómissandi áhald til að verka mat í eldhúsinu.

Að sögn kokks að nafni Thomas Rode mega hnífar ekki liggja í skúffunum í eldhúsinu. Þeir mega heldur ekki hanga á segulmögnuðu hnífastatífi – þá nema statífið sé úr tré en ekki stáli. Ástæðan er sú að hnífar geta fengið litlar rispur á sig og á blaðið er þeir liggja í skúffum eða hanga á segulstöng. Því er best fyrir hnífana að vera geymdir í hnífastatífi, sem oftast er úr gegnheilum viði eða með mjúku innra lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert