Salt Bae ævintýrinu æltar aldrei að ljúka, því eftirherma hefur bæst í flóruna. Kokkur nokkur í Bretlandi hefur gefið út nýjan matseðil á veitingastað sínum, sem er innblásinn af Salt Bae – en þó er verðinu á matnum stillt í hóf.
Nusret Gokce eða Salt Bae, eins og hann kýs að kalla sig, hefur rukkað fólk um tugi þúsunda fyrir gullhúðaðar steikur og annað sem stendur á matseðli. Og almenningur hefur látið í sér heyra á samfélagsmiðlum eins og við greindum frá um daginn.
En kokkurinn Gareth Mason, hefur ákveðið að sýna fólki það, að þó að þú skreytir matinn með gyllingu – þá þarftu ekki að rukka hvítuna úr augunum fyrir það. Á veitingastað sínum, býður Gareth upp á gullvafðar franskar, beikon og pylsur, ásamt 24 karata gulrót. Og ekki má gleyma 24 karata gulllaufi, rétt eins og Salt Bae býður upp á.
Gareth segir það óréttanlegt að rukka svo mikinn pening fyrir mat sem vafinn er gyllingu og kallar þar að leiðandi Salt Bae svikara. Hann bætir því einnig við að gyllingin á matnum gefi ekkert aukabragð, hún sé bara til skrauts og bráðni af um leið og þú snertir matinn. En Gareth er ekki sá eini sem hefur líkt eftir saltkónginum, því TikTok-arinn og YouTube stjarnan Harrison Webb - hermdi eftir tæplega 270 þúsund króna steikina hans Salt Bae fyrir litlar 11 þúsund krónur.