Humarpasta á heimsmælikvarða

Humarpasta er rétturinn sem þú þarft að gera um helgina.
Humarpasta er rétturinn sem þú þarft að gera um helgina. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni réttur sem þú þarft að útbúa um helgina – því helgar eru dagarnir er við gerum vel við okkur. Fljótlegt og bragðgott humarpasta með úrvals hráefnum, en rétturinn kemur úr smiðju Hildar Rutar.

Rétturinn sem þú þarft um helgina

Fyrir fjóra

  • 1 stk Humarsúpa frá Grími kokki
  • 500 g fettuccine
  • 300 g skelflettur humar
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 3 msk fersk steinselja, smátt söxuð
  • 3 hvítlauksrif
  • 3 skarlottulaukar, smátt skorinn
  • 250 g kokteiltómatar
  • ½ dl hvítvín
  • ½ dl rjómi
  • 2 dl rifinn parmesan ostur

Berið fram með:

  • Chili flögum
  • Parmesan osti
  • Steinselju

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda humrinum saman við 1 hvítlauksrif, 1 msk steinselju, 2 msk ólífuolíu og salti og pipar í skál.
  2. Steikið humarinn upp úr ólífuolíu. Bætið hvítvíni við í lokin og takið humarinn til hliðar.
  3. Sjóðið fettuccine eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Smátt skerið skarlottulauk og skerið tómatana í fjóra bita.
  5. Steikið skarlottulaukinn upp úr ólífuolíu þar til hann verður mjúkur og bætið þá tómötunum saman við.
  6. Hellið humarsúpunni út í, rjóma, parmesan osti, steinselju og blandið saman.
  7. Að lokum blandið humrinum og fettuccine saman við.
  8. Stráið parmesan osti, steinselju og chili flögum yfir allt eftir smekk og njótið.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert