MBollinn var áskorun frá Svala Kaldalóns

Morgunbollinn varð til út frá áskorun frá Svala Kaldalóns.
Morgunbollinn varð til út frá áskorun frá Svala Kaldalóns. mbl.is/Vorhús

Nýr bolli hefur litið dagsins ljós frá íslenska vörumerkinu Vorhús – en uppspretta bollans var áskorun frá útvarpsmanninum Svala Kaldalóns.

Nýji bollinn kallast „Morgunbollinn“  og er fáanlegur í tveimur litum – en myndin sem skreytir bollan er heiðgul sól og það ekki að ástæðulausu. Svali sem margir hverjir þekkja úr útvarpinu, er búsettur á Tenerife og hefur tekið á móti mörgum Íslendingum síðustu misserin þar í landi sem kjósa að sleikja sólina og slaka á. „Svali er búinn að vera um árabil, einn af okkar bestu viðskiptavinum og hóf hæpið „morgunbollinn“. Síðan hafði hann samband við okkur með að gera hinn eina sanna morgunbolla og við tókum áskoruninni“, segir Fjóla Björk einn af eigendum fyrirtækisins í samtali.

Í lýsingu á Morgunbollanum segir; „Þessi thermobolli vekur okkur með sólargeislum alla morgna, allan ársins hring og sama hvernig viðrar úti“. Fyrir áhugasama, þá má skoða sólríka bollann nánar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert