Hvítur þvottur nær oft ekki að haldast svo hvítur eftir nokkra snúninga í vélinni – eða hvað? Hér upplýsum við ykkur að uppskrift sem steinliggur er kemur að því að halda hvítum flíkum eins og nýjum.
Svona heldurðu þvottinum þínum skjannahvítum:
- Byrjið á því að leggja flíkurnar í bleyti ásamt einni hreinsiefnatöflu fyrir tennur (notað aðallega til að hreinsa gervitennur og fæst í apótekum). Töflurnar fjarlæga svitabletti og fríska upp á hvíta litinn, en varist þó töflur sem inihalda mikið klór, eða prófið ykkur áfram.
- Setjið flíkurnar í þvottavél og hellið ½ bolla af matarsóda inn hjá tromlunni.
- Setjið tvo dropa af eucalyptus ilmkjarnaolíu í hólfið þar sem mýkingarefnið á að fara og þvoið eftir leiðbeiningum. Ilmkjarnaolían fjarlægir enn frekar blettina burt (ef einhverjir eru).
Hvernig er best að halda þvottinum skjannahvítum?
mbl.is/