Breytti gömlu hjólhýsi í geggjaðan bar

Hversu geggjað er að útbúa bar úr gömlu hjólhýsi og …
Hversu geggjað er að útbúa bar úr gömlu hjólhýsi og hafa í garðinum heima? Mbl.is/@signescat

Hér er á ferðinni hjólhýsi að okkar skapi – þar sem gömlu hýsi hefur verið breytt í stórkostlega flottan og litríkan ginbar.

Carina Troelsen er búsett á gömlum sveitabæ í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Þau áttu gamalt hjólhýsi sem stóð ónotað út á plani og var við það að grotna niður. Í stað þess að farga hýsinu ákvað Carina að breyta því í ginbar, því hana hafði alltaf langað í bar af einhverju tagi. Hún sótti innblástur í breytingarnar á Instagram og eyddi um 140 þúsund krónum í verkið. Carina deildi ferlinu á Instagram síðunni sinni HÉR, og hefur í kjölfarið fengið margar fyrirspurnir með að leigja hýsið út. En Carina segir vagninn ekki vera til leigu, heldur til einkanota fyrir sig, vini og fjölskyldu.

Ótrúlega vel heppnað.
Ótrúlega vel heppnað. Mbl.is/@signescat
Mbl.is/@signescat
Dælurnar á sínum stað.
Dælurnar á sínum stað. Mbl.is/@signescat
Carina breytti hjólhýsinu fyrir lítinn pening.
Carina breytti hjólhýsinu fyrir lítinn pening. Mbl.is/@signescat
Hjólhýsið áður en því var breytt.
Hjólhýsið áður en því var breytt. Mbl.is/@signescat
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert