Magnaður mexíkóskur brauðréttur

Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir

Ef það er eitthvað sem við elskum þá eru það góðir brauðréttir og hér erum við með einn sem ætti að slá í gegn við veisluborðið.

Það er matarbloggarinn Ingibjörg Ásbjörns sem á heiðurinn að þessari snilld.

Mexíkóskur brauðréttur

Uppskrift:

  • 12 brauðsneiðar (fínt brauð)
  • 4 skinkusneiðar
  • 25 pepperóní
  • 4 meðalstórir sveppir
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar (um 150 g)
  • 1/2 poki appelsínugult Doritos
  • 2 stk. Mexíkóostar
  • 500 ml rjómi
  • 200 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og skerið hverja brauðsneið í 16 bita.
  2. Skerið skinku, pepperóní, sveppi, papriku, blaðlauk og sólþurrkaða tómata smátt.
  3. Raðið brauðbitum, skinku, pepperóní, sveppum, papriku, blaðlauk og sólþurrkuðum tómötum í tvö eldföst mót og brytjið Doritos smátt yfir.
  4. Rífið niður Mexíkóostinn og setjið í pott ásamt rjómanum og bræðið saman.
  5. Hellið osta- og rjómablöndunni yfir hráefnin í eldföstumótunum.
  6. Stráið svo rifnum osti yfir.
  7. Bakið í 15-20 mínútur (eða þar til osturinn er orðin gullinbrúnn) við 200°C.
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert