Montana kynnti nú á dögunum gamla hönnun af skrifborðsstól sem þjónar nú tilgangi í nýrri útgáfu við eldhúsborðið – í átta nýjum litum.
Stóllinn kallast „KEVI“ og var hannaður árið 1958 af danska arkitektinum Jørgen Rasmussen. Upphaflega var stóllinn framleiddur með hjólum og hugsaður sem skrifborðsstóll – en núna næstum 60 árum síðar, þjónar stóllin nýjum tilgangi sem eldhússtóll á fótum. KEVI er ekki bara tímalaus og klassísk hönnun, því stóllinn finnst í einstaklega djúsí litum sem er einkennandi fyrir Montana. Litirnir kallast „Pine, Azure, Hokkaido, Rhubarb, Shadow, Black, Oyster og Snow“ – en glöggir lesendur geta séð að hér um ræðir matartengd nöfn sem við höfum áður minnst á matarvefnum.
Stóllinn sem kemur í átta frískandi litum, má einnig finna með krómaðri eða svartri umgjörð. Sannarlega hressandi viðbót inn í skjannahvítt eldhús ef einhver leitast eftir smá upplyftingu þar inn.