Biblía kokteiláhugafólks væntanleg fyrir jólin

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Væntanleg er nú fyrir jólin bókin HEIMABARINN sem er yfirgripsmikil bók sem inniheldur urmul góðra kokteilauppskrifta auk ítarlegrar kennslu í réttu handtökunum, hráefni og áhöldum.

Það eru barþjónarnir og kokteilmeistararnir Ivan Svanur Corvasce og Andri Davíð Pétursson sem eru höfundar bókarinnar sem inniheldur mikið magn kokteila; bæði áfengra sem og óáfengra.

Mikil eftirvænting er fyrir bókinni enda hefur ekki áður verið gefin út sambærileg bók hér á landi en Ivan og Andri eru báðir margverðlaunaðir barþjónar og með þeim reynslumeiri í faginu.

Hægt er að forpanta bókina inn á heimabarinn.is en bókin er væntanleg til landsins í nóvember.

Ivan Svanur Corvasce og Andri Davíð Pétursson.
Ivan Svanur Corvasce og Andri Davíð Pétursson. Ljósmynd/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert