Þeir sem smakkað hafa kókoskarrýsúpuna á Café Kaju á Akranesi eru sammála um að þar sé á ferðinni ein besta súpa sem soðin hefur verið.
Eins og allt sem framleitt er hjá Kaju er súpan gerð úr úrvals hráefnum, meðal annars lífrænni kókosmjólk, auk þess að vera vegan.
Þau gleðitíðindi berast að súpan sé loksins komin í verslanir en þær eru komnar í allar verslanir Hagkaups, Melabúðina, Fjarðarkaup og Frú Laugu.
Súpan er góð ein og sér og svo er einnig snjallt að setja kjúkling eða fisk út í hana.