Heinz kynnir jólasúpu úr dós

Er súpa úr dós hugmynd að jólamatnum í ár?
Er súpa úr dós hugmynd að jólamatnum í ár? Mbl.is/Heinz

Hér gætum við verið að horfa á einfalda útgáfu af jólamatnum í ár – eða fyrir þá sem nenna hreinlega ekki að elda.

Matarrisinn Heinz, var að kynna nýja súpu eða „Christmas Dinner Soup“ – og það í takmörkuðu upplagi. Í súpunni eru klumpar af kalkún, pylsur, kartöflur og fylltar bollur. „Súpan er gerð fyrir þá sem hafa mikla ást fyrir hátíðarbragði, og smakkast hún fullkomlega með ylvolgri brauðsneið“, segir Anke von Hanstein, vörumerkjastjóri Heinz, í fréttatilkynningu - og bætir við að eitt af einkunnarorðum Heinz sé „go big or go hungry“.

Þeir sem vilja dýfa bragðlaukunum í sannkallaða hátíðarveislu, geta fest kaup á súpudósinni á netinu og fæst hún HÉR.

Mbl.is/Heinz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert