Sturlaðar staðreyndir um agúrkur

Gúrkur eru hollar, ákaflega vatnskenndar og góðar.
Gúrkur eru hollar, ákaflega vatnskenndar og góðar. mbl.is/abetterchoice.com.au

Við sem teljum að græni stöngullinn, gúrka, sé grænmeti – þá er hún grasafræðilega séð ber, með mörgum fræjum og kjarna. Agúrka er meðal annars í fjölskyldu með graskeri, melónu og squash. Hér köfum við dýpra inn í staðreyndir um hina stórmerkilegu gúrku.

Agúrkan er upprunalega frá Indlandi, þar sem hún hefur verið ræktuð í yfir 3.000 ár. Gúrkur voru þekktar í Suður-Evrópu á 17. öldinni, en það var fyrst í kringum 1900 sem að þær voru ræktaðar í gróðurhúsum og ræktunin varð mun umfangsmeiri. En gúrkur krefjast heits og sólríks loftslags, og þar koma gróðurhúsin til sögunnar líkt og hér á landi.

Gúrku má nota á ótal vegu í matargerð, þó þolir hún ekki hitann vel og verður bragðlaus og slepjuleg í slíkri matargerð. Þess í stað má njóta hennar beint undir tönn sem snarl, sem skreytingu á brauðtertur, í salöt, sósur eins og tzatziki og relish, sem og í smoothie – svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú vilt forðast að gúrkan gefi of mikið af vatni frá sér í heimagerða tzatziki-ið þitt eða salatið, þá geturðu skorið hana langsum og skorið innsta kjarnann úr henni.

Er gúrka holl?
Gúrkan samanstendur 95% af vatni, en þrátt fyrir það geymir hún hin ýmsu vítamín og steinefni. Hún er fullkomin fyrir þá sem eiga erfitt með að fá nægan vökva yfir daginn, en geta þá smjattað á gúrku samhliða.

  • Gúrka inniheldur magnesíum og hjálpar til við að róa taugakerfið og getur einnig lækkað blóðþrýsting.
  • Gúrka inniheldur aðeins 15 kalóríur í 100 grömmum, svo þú getur nagað þig í gegnum slíka með góðri samvisku.
  • Gúrka inniheldur líka K-vítamín sem er gott fyrir beinin og hjálpar líkamanum að vinna kalk úr fæðunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert