Stökkar sætkartöflufranskar með chilli majó

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með frábærar franskar sem smellpassa með flestum mat. Uppskriftin kemur frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is og er algjör snilld. 

Stökkar sætkartöflufranskar með chilli majó

  • 1,2 kg af sætum kartöflum (2 stórar)
  • 3 msk. maizenamjöl
  • 100 ml ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • 2 tsk. gróft salt
  • ½ tsk. chiliduft
  • ½ tsk. pipar
  • Hellmann‘s Chilli majónes

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í um það bil 1 x 1 cm þykkar lengjur.
  3. Setjið franskarnar síðan í poka með maizenamjölinu og veltið pokanum fram og aftur þar til þær eru allar hjúpaðar þunnu lagi af mjöli.
  4. Hellið þá í sigti og hristið umfram mjöl af þeim og setjið í nýjan poka.
  5. Hellið ólífuolíu, hvítlauk og kryddum í pokann og veltið um að nýju þar til allar kartöflurnar eru hjúpaðar olíu.
  6. Skiptið niður í ofnskúffurnar og dreifið vel úr, bakið fyrst í 20 mínútur, takið út og snúið við og bakið áfram í 15-20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, farnar að dökkna vel og orðnar stökkar.
  7. Njótið með Chilli majónesi!
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert