Trixið til að eldhúsvaskurinn sé í toppstandi

Stífluvandamál heyrir nú sögunni til.
Stífluvandamál heyrir nú sögunni til. mbl.is/

Lekur vatnið ekki nægilega hratt niður vaskinn í eldhúsinu og sullar bara enn meiri óhreinindum – þá er þetta lausnin við stífluvandanum.

Svona losar þú um stíflu í vaskinum:

  • Settu 1 msk. af uppþvottalögi í niðurfallið.
  • Því næst ½ bolla af matarsóda.
  • Helltu síðan 2 bollum af ediki ofan í niðurfallið og leggið klút yfir.
  • Látið klútinn standa í 10 mínútur og skolið því næst vel á eftir með sjóðandi heitu vatni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert