Til er sú kaka sem er ástæða þess að sumt fólk ferðast til útlanda. Þessi kaka er goðsagnarkennd og hafa margir reynt að leika hana eftir með misjöfnum árangri.
Það er hins vegar enginn betri í því en María Gomez á Paz.is og hér hefur hún endurskapað meistaraverk Starbucks og verði ykkur að góðu!
Starbucks sítrónukaka
Kaka
- 200 gr sykur
- 115 gr mjúkt smjör
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 180 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk fínt borðsalt
- Börkur af tveimur sítrónum (passa að hafa bara gula hlutann en ekki hvíta)
- 1,5 dl súrmjólk
Síróp
- 60 gr flórsykur
- 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi
Krem
- 200 gr flórsykur
- 3 msk nýkreistur sítrónusafi
- 2 msk mjólk
- 1 msk rjómaostur (má sleppa en gerir rosa gott bragð)
Aðferð
Kaka
- Hitið ofninn á 180 °C blástur
- Byrjið á að þeyta saman sykur og mjúkt smjör í góðan tíma eins og 5 mínútur plús þar til er orðið létt og ljóst
- Hafið vélina áfram í gangi og setjið eitt egg út í meðan er að hrærast. Þegar það er blandað við smjörið setjið þá næsta egg ásamt vanilludropum, með vélina áfram í gangi
- Hafið kveikt áfram á hrærivélinni og sigtið í aðra skál hveiti, salt, lyftiduft og matarsóda og bætið því út í hrærivélarskálina,á lægsta hraða, janft í 3 til 4 pörtum
- Passið að hræra ekki of mikið en slökkvið á hrærivélinni þegar hveitið er komið rétt inn í deigið
- Raspið þá börkinn út í deigið (bara gula part ekki hvíta) og setjið súrmjólkina út í og kveikið aftur á hrærivélinni á lægsta hraða og hrærið eins lítið saman og þið komist upp með svo kakan verði ekki þung í sér og seig
- Setjið deigið í vel smurt brauðform og bakið í 45-55 mínútur. Gott er að stinga prjón í kökuna eftir 45 mín í ofninum og ef hann kemur hreinn upp úr er kakan til ,ef ekki bætið þá 5-10 mín við í viðbót og stingið prjóni aftur í kökuna eftir það
- Búið til sírópið meðan kakan er í ofninum
Síróp
- Hrærið flórsykri og nýkreystum sítrónusafa vel saman og leggjið til hliðar meðan kakan bakast
- Takið kökuna úr forminu þegar hún hefur kólnað eins og í 15 mínútur
- Þá er gott að pennsla sírópinu vel yfir hana alla, þið getið notað allt sírópið eða það magn sem þið kjósið. Ég notaði næstum allt sírópið, en mikilvægt er að pennsla því yfir kökuna meðan hún er enn heit eða volg
- Leyfið nú kökunni að kólna alveg niður og gerið kremið á meðan
Krem
- Sigtið flórsykur í skál og bætið sítrónusafanum út í ásamt mjólkinni
- Mér finnst gott að þeyta kremið í handþeytara eða hrærivél svo það verði loftkennt og létt
- Þegar kremið er orðið fallega hvítt bæti ég rjómaostinum út í og hræri vel saman
- Kreminu er svo hellt yfir kökuna þegar hún hefur alveg kólnað