Hér færum við ykkur hreint út sagt ótrúlega áhugaverða sögu um hina klassíska samloku og hvernig hún varð upphaflega til. Þið vitið, tvær brauðsneiðar settar saman með áleggi á milli – ekki flóknara en það.
En eins og sagan segir, þá var það maður að nafni John Montagu jarl af Sandvík eða Sandwich, sem var fyrstur manna með nútímalegu útgáfuna af samloku. John sat oftar en ekki við spilaborðið í allskyns leikjum, og sóttist eftir máltíð sem auðvelt væri að borða án þess að nota hníf og gaffal – og hefði þar að leiðandi ekki áhrif á spilamennskuna. Hann (eða þjónarnir hans réttara sagt), bjó til handhæga útgáfu af ljúffengri samloku sem auðvelt var að halda á við spilaborðið. Og þar með varð samlokan til, sem á ensku tók nafn eftir honum og ættaróðalinu: Sandwich!